Hráfæðis snickerskaka

Hráfæðis snickerskaka

 • Servings: fyrir 8 – 10
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Ég man ekki hvar ég fékk þessa uppskrift en góð er hún. Hef haft hana í afmælum, veislum og svo tekið hana með í göngur. Góð orkubomba sem geymist vel í kæli eða frysti.

Forvinna

Möndlurnar/hneturnar þarf að leggja í bleyti 2 – 6 klukkutímum áður.

Hráefni

Botn

 • 2½ dl seasamfræ – má einnig nota hnetur
 • 2½ dl kókosmjöl
 • 2½ dl döðlur

Millilag

 • 4 dl cashew hnetur/möndlur
 • 200 g lífrænt hnetusmjör
 • 60 ml hunang
 • 100 ml kókosolía

Efsta lag

 • Rúmlega ½ dl hunang
 • Rúmlega ½ dl kakó
 • Rúmlega ½ dl bráðin kókosolía

Verklýsing

Ef notaðar eru möndlur þarf að leggja þær í bleyti 6 klukkutímum áður – Cashew hnetur þarf að leggja í bleyti 2 klukkutímum áður.

Botn

 1. Fræ/hnetur sett í matvinnsluvél með kókosmjöli og döðlum. Ath. það getur verið nauðsynlegt að setja döðlurnar í bleyti (ef þær eru ekki mjúkar) í volgt vatn í 30 mínútur
 2. Þjappað saman í smelluform (25 – 26 cm) og sett í frysti/kæli í góða stund

Millilag

 1. Cashew hnetur/möndlur eru búnar að liggja í bleyti
 2. Kókosolía brædd með því að setja krukkuna í heitt vatn
 3. Cashewhnetur, kókósolía og hunang sett í matvinnsluvél. Hnetusmjöri bætt varlega út í
 4. Sett ofan á botninn og fryst/kælt í u.þ.b. 30 mínútur

Efsta lag

 1. Hráefni blandað saman og sett ofan á millilagið. Athuga að þar sem kakan er köld og kókosolían fljót að harðna er betra að setja lítið af blöndunni og dreifa úr henni á lítinn hluta í einu
 2. Sett í frysti/kæli í 1 klst

Meðlæti

Gott með smá af þeyttum rjóma og gaman að skreyta með ávöxtum en alls ekki nauðsynlegt.

IMG_2778

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*