Einfalt pasta í rjómasósu – fyrir Örnu

Einfalt pasta í rjómasósu – fyrir Örnu

 • Servings: fyrir 4
 • Difficulty: mjög auðvelt
 • Print

Uppruni

Ég átti þeyttan rjóma, sem var að falla á tíma, og skinkustrimla sem þurfti líka að gera eitthvað við. Ákvað að reyna að gera pastasósu fyrir dóttur mína, sem elskar að fá pasta með rjómasósu, og pantar hún sér oft slíka rétti á veitingastöðum. Þegar hún fékk þennan rétt í fyrsta skipti bað hún mig um að skrifa uppskriftina niður þar sem rétturinn væri alveg eins og á veitingastaði!

Forvinna

Þessa sósu er hægt að gera eitthvað áður og láta bíða. Raviolið er soðið rétt áður en það er borðað.

Hráefni

 • Sneið af smjöri – u.þ.b. 20 g
 • 1 msk þurrkaðir sveppir t.d. Kóngssveppir – muldir í morteli
 • Rúmlega ½ spjald af skinkustrimlum
 • 1 egg
 • Slumpa af rjómaosti – u.þ.b. 3 msk
 • Rúmlega 3 dl þeyttur rjómi – 2 dl óþeyttur rjómi/matreiðslurjómi
 • 1 tsk sojasósa
 • 500 g ferskt ravioli – fyllt með osti

Verklýsing

 1. Smjör brætt á pönnu og sveppaduftið sett út í – blandað saman á vægum hita í nokkrar mínútur
 2. Skinku bætt við og hrært – meðalhiti
 3. Þeyttum/óþeyttum rjóma og eggi blandað saman með gaffli – hellt yfir pönnuna og hrært saman
 4. Rjómaostur settur út í – hitað
 5. Sojasósu bætt við – hrært
 6. Pasta soðið – Vatn hitað að suðu (gott að nota stóran pott og hafa hann rúmlega hálfan af vatni) – salta. Ravioli sett út í þegar vatnið er byrjað að sjóða og soðið í u.þ.b. 3 mínútur (sjá á pakkningu). Setja má olíu út í vatnið
 7. Raviolið sett á disk og heitri sósunni hellt yfir

Meðlæti

Gott að rífa parmesanost yfir.

IMG_3544

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*