Úrbeinuð kjúklingalæri … hættulega góð

Kjúklingalæri í marineringu

  • Servings: /Magn: fyrir 4
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Hér kemur ein góð útgáfa af einföldum kjúklingarétti.  Marineringin er sáraeinföld og það sama má segja um matreiðsluna.  Yfirleitt hendum við kjúllanum á grillið en það má einnig steikja hann á pönnu.  Okkur þykir gott að nota grillið og látum kjúllann svo jafna sig í ofninum í pottunum góðu.  Hrísgrjón eru flott með og frábært að hafa hoppandi góða hvítlaukssósu á kantinum ásamt brakandi fersku salati.

 

Hráefni

  • 800 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1 msk hitaþolin olía
  • Krydd t.d. Best á allt og/eða kjúklingakrydd
  • 3 – 4 msk hunangsdijon
  • Salt og pipar

Verklýsing

  1. Olía, krydd og hunangsdijon sett í skál og blandað saman.  Kjúklingalærin sett út í og látið standa að minnsta kosti í 30 mínútur eða lengur.  Stundum höfum við látið þetta liggja í kæli yfir nótt
  2. Grillið hitað (ef ofninn er notaður þá er hann hitaður í 150°-180°C)
  3. Kjúklingalærin grilluð á báðum hliðum og ef lærin eru steikt í gegn má bera þau strax fram.  Okkur finnst gott að setja lærin aðeins ofan í Hönnupott og láta þau malla  þar í 10 – 15 mínútur
  4. Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*