Dýrindis dill kartöflur

Stappaðar dill kartöflur

  • Servings: 4
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessar kartöflur slá tvær flugur í einu höggi þar sem um er að ræða einfalt og gott meðlæti.  Kartöflurnar eiga sérstaklega vel með rauðum fiski… eins og börnin kalla silung, lax, urriða og bleikju.  Það er upplagt að nota þessa uppskrift ef til eru soðnar kartöflur sem þarf að klára og bjóða upp á með matnum.

 

Hráefni

  • 700 – 800 g kartöflur
  • 70 g smjör
  • 1 tsk saltflögur
  • 2 – 3 tsk þurrkað dill eða 3 msk saxað ferskt dill

Verklýsing

  1. Kartöflurnar þvegnar og soðnar í léttsöltuðu vatni í u.þ.b. 20 mínútur. Vatninu hellt af og kartöflurnar látnar jafna sig aðeins. Smjörið brætt í potti þar til það verður aðeins brúnt (alls ekki láta það brenna) – því er svo hellt yfir kartöflurnar sem eru stappaðar saman við smjörið. Hýðið fylgir með ef kartöflurnar eru nýjar og fínar en það er auðvitað smekksatriði
  2. Dilli bætt saman við og saltað

Gott með: Fiski eins og lax, silungi eða Ljúffengri pönnusteiktri rauðsprettu

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*