Ís með Limoncello og jarðarberjum
Uppruni
Þessi eftirréttur er nú meira sumó og á kannski ekki vel við þegar veturinn er að ganga í garð. En þá er bara um að gera að hækka í ofnunum, stilla lýsinguna á hæsta… og skella í einn svona svaka einfaldan eftirrétt. Svo má líka bara leggja hann á minnið og bjóða upp á hann þegar sumarið gengur í garð.
Ath. Fyrir þá sem kjósa síður áfengi má kreista lime yfir ísinn í staðinn fyrir Limoncello
Hráefni
- 1 – 2 kúlur af vanilluís
- 2 – 3 jarðarber – skorin í báta
- Skvetta af Limoncelló
- Skraut eins og myntulauf
Verklýsing
- Ískúlur settar í skál ásamt jarðarberjum. Skvetta af Limoncello sett yfir og skreytt með ferskri myntu