Lúxus guacamole ….þegar gera á vel við sig

Lúxus guacamole

 • Servings: /fyrir 4 - 5
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Það er fátt betra en gott guacamole.  Hér kemur ein lúxusútgáfa sem er svona meira spari.  Ef við erum á hraðferð er frekar skellt í einfaldari útgáfuna….heimagert guacamole.

Ég veit að fleiri en ég eru í vandræðum með að fá góð avókadó. Mér finnst skemmtilegast að notað fersk en þegar ég finn engin góð eða öll, sem ég hef keypt, eru meira eða minna ónýt…. þá á ég varabirgðir í frystinum sem hafa gefið ágætis raun (hægt að kaupa frosin avókadó í búðum).  Ég hef því engin avókadóráð … jú eitt. Ef ég ætla ekki að nota þau strax skelli ég þeim í kælinn til að hægja á þroskanum.  Hef stundum gripið nokkur með mér heim ef ég rekst á góð avókadó erlendis.

Hráefni

 • 2 avókadó – mátulega þroskuð (einnig hægt að nota frysta avókadóbita) – maukuð
 • 2 msk rauðlaukur – saxaður
 • 1 tómatur – skorinn í 4 báta… fræhreinsaður og saxaður niður
 • 1 salatlaukur (eða 2 litlir skarlottulaukar)  – saxaður smátt
 • 2 hvítlauksrif – söxuð eða pressuð
 • Safi úr 1 stk lime
 • 2 msk ferskt kóriander eða steinselja – má sleppa
 • Salt og pipar

Verklýsing

 1. Öllu blandað saman í skál

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*