Heimagert guacamole – avókadó

Heimagert guacamole - avókadó

 • Servings: 1 skál
 • Difficulty: mjög auðvelt
 • Print

Uppruni

Bý þetta til þegar fajitas er á matseðlinum. Alveg ómissandi en stundum getur verið erfitt að fá gott avókadó. Best að kaupa það 1 – 2 dögum áður og láta það standa við stofuhita. Ekki kaupa það of mjúkt. Avókadó er mátulegt ef það gefur aðeins eftir þegar þrýst er á það.

Forvinna

Hægt að búa til eitthvað áður en þá er gott að hafa steininn með og skvetta smá sítrónusafa yfir þannig að maukið verði ekki brúnt.

Hráefni

 • 2 avókadó
 • ½ dós sýrður rjómi – u.þ.b. 1 dl
 • Tæpt ½ chili (þurrt eða ferskt) – saxað mjög smátt
 • Safi úr sítrónu – u.þ.b. 1 msk
 • Saltflögur
 • Nýmalaður pipar

Verklýsing

 1. Avókadó skorið í tvennt og tekið úr hýðinu með skeið. Maukað með gaffli á diski – sítrónusafa sprautað yfir
 2. Sýrður rjómi og chili sett út í og hrært vel saman
 3. Saltað og piprað

Á vel við

Þegar fajitas er á borðum.

IMG_5676

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*