Ljúffeng kjúklingasúpa með karrýi og hrísgrjónum

Ljúffeng kjúklingasúpa með karrýi og hrísgrjónum

 • Servings: fyrir 3 - 4
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur úr sænsku blaði eins og svo margar aðrar. Þessi súpa er allt í senn sérstaklega góð, barnvæn og auðveld. Upplagt að hafa hana í matinn ef til er afgangur af hrísgrjónum eða kjúklingi.

Forvinna

Gott að eiga soðin hrísgrjón og eldaðan kjúkling.

Hráefni

 • 300 g kjúklingabringur eða lundir
 • Rúmlega 2 dl soðin hrísgrjón
 • 1 laukur – saxaður smátt
 • 1 msk karrý
 • 2 msk smjör – til steikingar
 • 2 msk hveiti
 • 12 dl kjúklingasoð – heitt vatn og kjúklingakraftur (sjá hlutföll á umbúðum)
 • 2 dl matreiðslurjómi
 • ½ dl mango chutney
 • ½ tsk salt
 • 2 dl frosið brokkolí (grænar baunir eða annað grænmeti)
 • Ögn af cayennepipar
 • 1 grænt epli – rifið fínt (með hýði)
 • ½ dl graslaukur – saxaður

Verklýsing

 1. Kjúklingur steiktur á pönnu á meðan súpan er elduð. Ég á það til að ofsteikja kjúkling en bringur steiki ég í 15 – 18 mínútur og lundir í 10 mínútur. Það er í lagi í þessum rétti að kjötið sé aðeins ofeldað en þá er það ekki eins safaríkt
 2. Ef ekki eru til soðin hrísgrjón eru þau soðin á meðan súpan er í vinnslu
 3. Smjör sett í pott og látið bráðna á vægum hita. Laukur og karrý steikt í smjörinu í 3 – 5 mínútur – áfram vægur hiti
 4. Hveiti stráð yfir – aðeins hitað
 5. Heitu vatni hellt yfir og hrært – kjúklingakraftur settur út í. Hrært saman
 6. Rjóma og frosnu brokkolí bætt við og súpan látin malla í 10 mínútur án loks
 7. Mango chutney og krydd sett út í
 8. Kjúklingur skorinn í litla strimla – tættur í strimla
 9. Graslauk og rifnu epli blandað saman í skál
 10. Hrísgrjón sett í botn á súpuskál og súpu hellt yfir. Kjúklingastrimlum dreift yfir og eplagraslauksblandan sett yfir í lokin

IMG_5768

IMG_5586

IMG_5617

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*