Hindberjasulta – einföld og góð

Hinberjasulta – einföld og góð

  • Servings: 1 krukka
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Hindber eru eitt af því sem ég held mikið upp á. Í garðinum vaxa hindberjarunnar eins og illgresi en það er háð veðri og vindum hvernig uppskeran verður á haustin. Yfirleitt er hún góð og þá er gaman að borða berin fersk eða nota þau í kökur. Stundum eru berin veðurbarin og þá er það eina í stöðunni að búa til sultu. Það má einnig nota frosin ber í sultuna.

Hráefni

  • 300 g hindber – frosin eða fersk
  • 150 g sykur
  • 1 msk vatn – má sleppa ef notuð eru fryst ber

Verklýsing

  1. Krukka hituð í vatni sem er látið sjóða í 1 – 2 mínútur. Tekin upp úr og látin á hvolf til að vatnið renni af
  2. Hindber sett í pott ásamt vatni og sykri – hitað að suðu
  3. Látið sjóða (bullsjóða) í 3 – 6 mínútur – hrært í öðru hvoru. Smekksatriði hversu maukuð berin eiga að vera. Því lengur sem berin eru soðin þeim mun meira maukuð og sultan verður stífari
  4. Maukinu hellt í krukkuna og lokið strax skrúfað á. Með þeim hætti lofttæmist krukkan og geymist sultan lengur. Gott að setja hana beint í kæli – sagt að þá haldist liturinn betur

IMG_6563

hind

IMG_6485

IMG_6645

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*