Ferskt og gott salat með grilluðum svínalundum og austurlenskri sósu

Fersk og gott salat með grilluðum svínalundum og austurlenskri sósu

 • Servings: fyrir 6 - 8
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Uppskriftina hef ég átt í mörg ár en hún kemur af íslenskum uppskriftarspjöldum. Þessi réttur er góður og léttur sem hentar bæði sem kvöldverður eða á veisluborð.

Forvinna

Kjötið þarf að liggja í marineringu. Það má alveg grilla það eitthvað áður og skera niður í sneiðar.

Hráefni

Marinering

 • ½ dl þurrt sérrí
 • ½ dl sojasósa
 • 4 tsk engiferrót – rifin fersk
 • 3 hvítlauksrif – söxuð/pressuð
 • 800 g svínalund

Sósa

 • ¼ dl þurrt sérrí
 • ¼ dl sojasósa
 • 2 tsk engiferrót – rifin fersk
 • 1 hvítlauksrif – pressað/saxað
 • ½ dl Hoisin sósa
 • 2 msk púðursykur
 • 2 msk hvítvínsedik
 • 1 msk ólífuolía
 • 1 tsk sesamolía

Salat

 • 4 rauðlaukar – skornir í sneiðar
 • 1½ msk sesamfræ
 • 1½ – 2 poki ferskt salat
 • 4 – 6 plómur – skornar í báta

Verklýsing

Marinering

 1. Sérrí, sojasósa, engiferrót og hvítlaukur sett í skál/plastskál með loki eða plastpoka – blandað saman
 2. Svínalundir lagðar í blönduna, lokað og geymt í kæli yfir nótt

Sósa

 1. Allt hráefni, nema seasomolía, sett í pott og hitað að suðu. Seasamolíu blandað saman við og potturinn tekinn af hitanum

Steiking og salat

 1. Kjötið tekið úr kæli nokkru áður en það er grillað. Steikt á báðum hliðum á grilli (kjöti lokað) þannig að fallegur litur komi á það og sett á bakka – kjöthitamæli stungið í kjötið. Látið steikjast þar til hitamælirinn sýnir 75°-77°C
 2. Kjötið sett á skurðarbrett og leyft að jafna sig. Ekkert verra að það nái að kólna
 3. Skorið í þunnar sneiðar – safinn, sem rennur úr kjötinu, er settur í sósuna
 4. Rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar – ágætt að geyma hann í köldu vatni þar til hann er settur í salatið (í vatninu mildast laukbragðið og lauklyktin verður minni)
 5. Salatblöðum raðað fallega á stórt fat. Svínakjötssneiðar, rauðlaukur og plómur sett ofan á. Aðeins af sósu hellt yfir og sesamfræjum stráð yfir í lokin
 6. Ágætt að hafa sósuna í könnu til hliðar

IMG_5729

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*