Home » Gómsætir gulrótarstrimlar – gott meðlæti

Gómsætir gulrótarstrimlar – gott meðlæti

Gulrætur með sætu og kryddi

  • Servings: 4 - 5
  • Difficulty: meðal
  • Prenta

Uppruni

Hér koma gulrótarstrimlar sem eiga vel við t.d. nautasteikina, hreindýrabollur eða með hnetusteikinni.  Auðvelt og þægilegt meðlæti hér á ferð.

Hráefni

  • 10 gulrætur – skornar í strimla
  • 50 – 60 g smjör
  • 1 tsk rótargrænmeti (frá Pottagöldrum) – má líka nota Best á allt
  • ½ tsk hvítlaukssalt
  • 1 – 1½ msk hunang
  • ½ tsk timjan – þurrkað
  • Salt/pipar

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 175°C (blástur)
  2. Smjör brætt í potti á lágum hita
  3. Hunangi, timjan, rótargrænmeti og hvítlaukssalti blandað saman við smjörið. Gulrætur settar í  ofnplötu með bökunarpappír undir (einnig má nota leirpott … bæði í lokið og botninn) og gljáanum hellt yfir
  4. Bakað í ofninum í 35 – 40 mínútur. Ágætt að taka úr ofninum eftir 30 mínútur og hræra aðeins saman til að fá jafnari lit
  5. Nýmöluðum pipar og saltflögum stráð yfir

 

 

 

 

 

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*