Gulrætur með sætu og kryddi
Uppruni
Hér koma gulrótarstrimlar sem eiga vel við t.d. nautasteikina, hreindýrabollur eða með hnetusteikinni. Auðvelt og þægilegt meðlæti hér á ferð.
Hráefni
Verklýsing
- Ofninn hitaður í 175°C (blástur)
- Smjör brætt í potti á lágum hita
- Hunangi, timjan, rótargrænmeti og hvítlaukssalti blandað saman við smjörið. Gulrætur settar í ofnplötu með bökunarpappír undir (einnig má nota leirpott … bæði í lokið og botninn) og gljáanum hellt yfir
- Bakað í ofninum í 35 – 40 mínútur. Ágætt að taka úr ofninum eftir 30 mínútur og hræra aðeins saman til að fá jafnari lit
- Nýmöluðum pipar og saltflögum stráð yfir









