Ljúffeng pönnusteikt rauðspretta – fljótlegt og einfalt

Ljúffengur pönnusteiktur fiskur – fljótlegt og einfalt

  • Servings: 4 – 5
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er heimatilbúin og finnst mér hún alltaf vera jafn góð. Ég nota þann fisk sem mér líst best á hjá fisksalanum en oftast nota ég rauðsprettu eða smálúðu (fiskflök sem hægt er að rúlla upp).  Smá möndl við að steikja rúllurnar þannig að þær fái fallegan lit en að öðru leyti er uppskriftin mjög einföld og þægileg. Þessi fiskréttur er vinsæll á heimilinu en sumir í fjölskyldunni vilja ekki rjómaost og því geri ég nokkrar rúllur án hans.

Forvinna

Hægt að útbúa rúllurnar eitthvað áður.

Hráefni

 

  • 800 – 1000 g rauðspretta (roðflett og beinhreinsuð)
  • 10 – 20 g rjómaostbiti í hverja rúllu
  • Smjör til steikingar
  • Nýmalaður pipar og saltflögur

Verklýsing

  1. Rauðsprettan skorin endilöng og síðan er hvor hluti skorinn í tvennt (athuga að hægt er að sleppa því og hafa rúlluna stærri en þá er steikingartíminn lengri)
  2. Biti af rjómaosti settur við annan endann – betra að nota þann breiðari. Rúlla upp og stinga tanglstöngli í gegn
  3. Smjör látið bráðna á pönnu – gott að ná upp smá hita en gæta þess að smjörið brenni ekki. Rúllurnar snöggsteiktar – á öllum hliðum þannig að þær fái fallegan lit (sérstaklega á þeirri hlið sem er látin snúa upp þegar hitinn er lækkaður)
  4. Hitinn lækkaður – ég er með spansuðuhellu þannig að hitinn lækkar hratt.  Stillt á lágan hita (ég stilli á 3 af 15 mögulegum eða það sama og þegar ég læt hrísgrjón sjóða). Lok sett á pönnuna og fiskurinn látinn malla í u.þ.b. 10 mínútur
  5. Mala pipar yfir og dreifi saltflögum á fiskinn áður en hann er borinn fram

Meðlæti

Nýsoðnar kartöflur, dillkartöflur eða hrísgrjón og ferskt salat.

IMG_9995 IMG_9996 IMG_9997

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*