Kjúklingalokan …. eins og hún var í minningunni

Samloka með karrý kjúklingasalati

  • Servings: 6 manns
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Fyrir nær 30 árum fékk ég svo góðar samlokur á Tryggvagötunni.  Svo góðar fannst mér þær að ég hef oft hugsað um að reyna að gera eitthvað sambærilegt og …hér er mín útgáfa.   Kjúllinn er eldaður í Hönnupotti eða sambærilegum potti (með loki sem þolir að fara í ofninn).  Stundum nota ég afgang af kjúlla og skelli í salatið.  Ferska salatið, kjúklingasalatið og prima pestó geymist allt vel í kæli og má því eiga tilbúið fyrir samlokugerðina.  

 

Hráefni

Kjúklingasalat

  • 2 úrbeinuð kjúklingalæri – krydduð t.d. með  shawarma eða kjúklingakryddi – eldað í Hönnupotti eða lokuðu íláti í 180°C (blásturstilling) í 40 – 45 mínútur
  • Ögn af safanum af kjúklingnum (ekki ef verið er að nota afganga)
  • Tæplega 1 dl grísk jógúrt
  • ½ dl majónes
  • 1 tsk karrý
  • 1 msk relish
  • 1 msk – sæta eins og kurlaður/saxaður ananas gefur gott bragð
  • Nokkrir dropar soja (má sleppa)
  • Salt og pipar

 

Hvítkálssalat

  • Hvítkál og/eða rauðkál – skorið fínt
  • Gulrætur – rifnar
  • Nokkrir dropar af sítrónu og/eða eplaediki

 

Hugmyndir í samlokugerðina

  • Heimilisbrauð eða eitthvað sambærilegt
  • Prima pestó
  • Hrásalat og annað salat

Verklýsing

Kjúklingasalat

  1. Ofninn hitaður í 180°C (blástur)
  2. Kjúklingur kryddaður á báðum hliðum og settur í pottinn. Lokið sett á og eldað í 45 mínútur.  Kjúklingur látinn kólna
  3. Grískri jógúrt, majónesi, karrý, relish og ananaskurli blandað saman í skál ásamt ögn af soðinu af kjúklingnum
  4. Kjúklingur skorinn niður og honum blandað saman við.  Saltað og piprað
  5. Hvítkáli/rauðkáli, gulrótum og ediki/sítrónusafa blandað saman

 

Samlokugerð og meðlæti

  1. Brauð ristað og prima pestó smurt á hvora hlið
  2. Salat og kjúklingasalat sett á lokuna – fallegt að skera samlokuna í tvennt

 

Hugmynd fyrir veisluna:

Hægt er að skera hringi (ca 4 stk) úr brauðsneið (sem búið er að rista) og útbúa litlar samlokur – sjá mynd fyrir neðan.  Það er allt í góðu að búa litlu samlokurnar til eitthvað áður – þær þola alveg að standa aðeins

Þá er upplagt að búa til rasp úr afskurðinum

 

Hráefni…

Kúffull skál af kjúklingasalati

 

Hugmyndir fyrir veisluna….

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*