Prima pestó á samlokuna

Kóriander og basilmauk eins og það gerist best

  • Servings: /Magn 5 dl
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift af prima pestó er heimatilbúin og er upphaflega hugsuð til að nota í samlokugerð heimilisins.  Pestóið er sérstaklega gott og geymist vel í kæli.   Það má einnig nota með ýmsu öðru eins og pasta, salati, ofan á pizzuna eða sem sósu – bara um að gera að nota hugmyndaflugið.

Hráefni

 

  • 20 g ferskt kóriander
  • 20 g ferskt basil
  • 2½ dl olía
  • ½ tsk sítrónusafi 
  • 1 dl pistasíuhnetur
  • ½ dl graskersfræ
  • ½ dl sólkjarnafræ
  • 2-3 hvítlauksrif
  • Ögn af chili
  • 1 – 1½ dl létt majónes

 

Verklýsing

  1. Allt nema majónesið sett í blandarann og maukað – gott að byrja á því að mauka hvítlaukinn, fræ og hnetur og enda svo á olíunni og kryddjurtunum
  2. Majónesið er svo hrært saman við með sleikju í lokin

 

 

 

Hráefni

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*