Limecurd á eftirréttinn
Uppruni
Þegar hægt er að kaupa lífræna límónu (lime) er erfitt að standast þá freistingu að búa til límónusmjör. Það er mjög gott að eiga límónusmjör í kælinum til að setja á eftirréttinn eins og marengs eða svampbotn eða bara á ristaða brauðið.
Hráefni
- 1,5 dl sykur
- 2 egg
- 3 lífrænar límónur (lime) – börkurinn rifinn
- U.þ.b. 1 dl límónusafi (safinn úr lime)
- 50 g smjör
Verklýsing
- Sykur, egg, limebörkur og limesafinn sett í pott. Hrært stöðugt í með þeytara á meðalhita þar til blandan fer að þykkna
- Þegar blandan er orðin þykk – svipuð og bearnaisesósa – er hún tekin af hitanum og smjörinu bætt við – hrært
- Þegar smjörið hefur bráðnað og blandast saman við er límónusmjörið sett í tandurhreina glerkrukku með loki og inn í kæli. Geymist a.m.k. í viku í kælinum – jafnvel lengur