Heimagert brauðrasp

Heimagert brauðrasp

  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Það er tilvalið að nýta alla brauðenda og útbúa sitt eigið brauðrasp. Það er bæði hakvæmt og umhverfisvænt :). Brauðið er látið harðna vel. Þegar það er orðið hart og þurrt má stinga því í poka og safna saman dálitlu magni. Best er að nota hakkavél  – ef hún er til á heimilinu – ef ekki þá kemur kökufeflið að góðum notum.

Hráefni

  • Þurrkaðir brauðendar og aðrir brauðafgangar. Afgangar af pylsubrauði og hamborgarabrauði eru einnig fínir í raspið.

Verklýsing

  1. Þegar komið er nokkuð safn af þurrum brauðendum eða sneiðum er kökukefli notað til að mylja brauðið. Mylsnan verður frekar gróf en ef notuð er hakkavél (sjá mynd fyrir neðan) þá verður raspið jafnara  og fíngerðara.
  2. Til þess að brauðmylsnan fari ekki út um allt er ráð að koma brauðinu fyrir innan í viskustykki eða plastpoka og láta vaða með kökukeflinu. Gott að sigta síðan mylsnuna og mylja aftur stærri bitana
  3. Best er að setja mulninginn/raspið í glerkrukku – geymist vel þannig

Notað í

Brauðrasp er hægt að nota í ýmislegt eins og t.d. þegar steikja á ýsuna a´la Heimir, í skakka kjöthleifinn, hasselback kartöflur og sænskar kjötbollur.

IMG_6656IMG_7721

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*