Lambamedalíur með chimichurri

Lambamedalíur með chimichurri

 • Servings: 4 – 5
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Okkur langaði að prófa að gera eitthvað nýtt með kindafile sem til stóð að matbúa. Úr varð þessi réttur sem lukkaðist alveg glimrandi vel. Stundum kaupum við nokkrar tegundir af kjöti sem við steikjum/grillum. Síðast höfðum við sambland af þessum rétti, nautakjöti og prime ribeye sneiðum. Settum allt á bretti og bárum fram.  Hver og einn valdi síðan sitt lítið af hverri tegund.

Forvinna

Gott að láta medalíurnar marinerast í sósunni í nokkra klukkutíma (ekki nauðsynlegt).

Hráefni

 • 800 – 900 g kindafile – tvö væn kindafile

Chimichurri-lögur

 • 1 msk ferskt eða 1 tsk þurrkað óreganó
 • 1 búnt steinselja – saxað
 • 5 hvítlauksrif – söxuð
 • 1 chili – fræhreinsað og saxað
 • 1½ dl olía
 • ½ msk rauðvínsedik
 • Salt og pipar

Verklýsing

 1. Öllu hráefni í Chimichurri-leginum blandað saman í skál
 2. Kindafile skorið í bita (60 – 80 g bita) og kjöthamar notaður til að útbúa lambamedalíur – marðar á hvorri hlið þar sem skorið er
 3. Bitarnir lagðir í fat og helmingnum af leginum smurt á bitana. Ágætt að bíða nú í smástund
 4. Bitarnir grillaðir á heitu grilli í u.þ.b. 2 – 2½ mínútur á hvorri hlið – sett á bretti og látið jafna sig aðeins. Það er smekksatriði hversu mikið kjötið á að vera steikt – mér finnst best þegar það er rautt í miðjunni
 5. Afgangi af leginum hellt yfir kjötið

 

 

Meðlæti

Borið fram t.d. með ofnsteiktum eða bökuðum karftöflum, snöggsteiktu grænmeti og/eða salati.

IMG_9929 IMG_9928

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*