Marineraðar tígrísrækjum með pasta og sósu
Uppruni
Nú erum við að tala um einfaldan og góðan rétt. Ég er kannski ekki mesti pasta aðdáandinn en börnin mín eru það. Mín leið er að skera niður hvítkál og blanda því saman við pastað. Tígrisrækjurnar eru látnar liggja í marineringu og svo er það sósan… mér finnst hvítlauksmæjó svakalega gott með en klettasalatspestóið er líka vinsælt. Það er sem sagt úr ýmsu að velja en ef tíminn er ekki að vinna með manni má líka kaupa tilbúið avioli eða pestó.
Forvinnsla
Það er alltaf gott að láta rækjunar þiðna í kæli yfir nótt. Ég læt þær þiðna í sigti með skál undir sem vökvinn tekur við. Varðandi marineringuna þá má láta rækjurnar í hana daginn áður og geyma í kæli.
Hráefni
Tígrisrækjur í marineringu
- 500 – 600 g risarækjur – fást t.d. í Fiska
- ½ dl olía
- 1 – 1½ tsk sítrónusafi
- 1 – 1½ tsk marokkóskt krydd
- 1 stk rautt chili – fræhreinsað og saxað smátt
- 2 hvítlauksrif – söxuð smátt
- 2 – 4 msk ferskt kóriander
- Klípa af smjöri
Meðlæti
- Pasta eins og tagliatelle. Þægilegt og gott að vera með ferskt pasta
- Sósur – Hvítlauksmæjó eða Klettasalatspestó
- Hvítkál – skorið í þunnar ræmur
- Parmesan ostur – rifinn fínt
- Ferskt kóriander – saxað
Verklýsing
Tígrisrækjur
- Öllu blandað saman í skál. Tíminn fyrir marineringu er frekar frjálslegur – ágætt að hann sé a.m.k 30 mínútur
- Smjör brætt á pönnu og rækjurnar steiktar í gegn. Ath. liturinn á þeim breytist þegar þær eru steiktar – sjá myndir
Samsetning
- Pastað soðið samkvæmt leiðbeiningum og sett í skál. Sumum finnst gott að taka eina litla gusu af soðinu og setja í pastaskálina
- Steiktu rækjurnar settar út í pastað og blandað saman. Parmesanostur rifinn yfir og kóriander stráð yfir
- Ég set yfirleitt sósu og hvítkál í sérstakar skálar þannig að hver og einn getur ákveðið magn að vild
Hráefni í marineringuna