Hvítlauksmajónes – gott með grillmatnum

Fljótlegt og gott hvítlauksaioli

 • Servings: /Magn: 1 skál u.þ.b. 2 dl
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Stundum set ég niður hvítlauk í garðinn en þar hefur hann dafnað vel og fjölgað sér.  Núna í sumar hef ég náð mér í einn og einn og datt því í hug að bjóða upp á heimagert hvítlauksaioli/majónes. Það er gott með pasta, grillmat eða nýbökuðu brauði.  Hvítlauksmajónesið er einfalt og geymist vel í kæli auk þess sem það hentar þeim sem aðhyllast ketó.

Hráefni

 • 2 eggjarauður
 • 1 tsk sítrónusafi
 • ½ tsk dijon sinnep
 • 2 hvítlauksrif – pressuð
 • 1 dl olía
 • Saltflögur

Verklýsing

 1. Eggjarauður settar í hrærivélarskál og þeyttar (sjá myndband fyrir neðan)
 2. Sítrónusafi settur út í og þeytt áfram. Þar næst er sinnepi og hvítlauk þeytt saman við
 3. Olíu hellt rólega í mjórri bunu í skálina og allt þeytt saman
 4. Að lokum er saltflögum stráð yfir – þeytt aðeins áfram

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*