Frábært kúskús – gott meðlæti

Kúskúsið - gerist varla betra

 • Servings: 4 - 5
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Um daginn langaði mig að breyta aðeins til og bjóða upp á kúskús sem meðlæti með grilluðum fiskispjótum. Sérstaklega gott og létt í maga og ekki spillir fyrir að hægt er útbúa kryddblönduna daginn áður og þá er bara eftir að sjóða kúskúsið og blanda öllu saman.

Hráefni

 • ½ rauðlaukur – saxaður smátt
 • 1 dl svartar ólívur – saxaðar
 • 1 stk ferskur chilipipar – fræhreinsaður að mestu og saxaður
 • 2 dl ferskar kryddjurtir t.d. mynta, salvía, kóriander, graslaukur, timjan, steinselja eða bara það sem er í uppáhaldi – gott að hafa smá bland af nokkrum
 • 1 stöngull sellerí – saxaður smátt
 • 1 – 2 hvítlauksrif – söxuð
 • 1 – 2 tsk kabers – saxað
 • Safi úr ½ lime
 • Nýmalaður pipar
 • ½ dl olía
 • 500 g kúskús (5 dl vatn, 1 tsk salt og 2 msk olía)

Verklýsing

 1. Kryddblandan útbúin þ.e. öllu hráefni nema kúskúsi blandað saman í skál
 2. Kúskús soðið:  5 dl vatn sett í pott og 1 tsk af salti. Hitað að suðu.  Kúskús sett í skál og 2 msk af olíu hellt yfir – hrært saman.  Þegar vatnið er farið að sjóða er slökkt á hellunni/eða tekið af hellunni og kúskúsið sett ofan í vatnið – hrært og lokið sett á.  Látið jafna sig i 2 mínútur en þá er smjörklípu blandað saman við
 3. Kryddblöndunni hellt yfir kúskúsið

Kryddblandan útbúin

 

Kúskús fyrir og eftir suðu

 

 

Kúskúsið passar vel með kjöti og fiski

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*