Djúpsteikt ostakaka

Skemmtileg tilbreyting á ostaköku

 • Servings: 7 - 12 (½ - 1 tortilla á mann)
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Um daginn fór ég á veitingastað erlendis þar sem ég fékk djúpsteikta ostaköku og fannst hún alveg þrusugóð.  Þegar heim er komið langar mig oft að prófa mig áfram með réttina sem ég gæði mér á og er þetta afraksturinn.  Einfaldur réttur en eins og svo oft áður þá er frekar einfalt að djúpsteikja á pönnu þegar maður kemst upp á lagið.  Mér finnst gott að hafa fersk jarðarber innan í ostakökunni en ekki eru allir sammála um það á heimilinu þannig að ég bý til báðar útgáfur.

Hráefni

 • 1 dl sykur
 • 1 msk kanill
 • 7 – 8 tortillur
 • Sólblómaolía eða repjuolía (eða sambland af báðum)

 

Fylling

 • 400 g rjómaostur
 • 1 dl grísk jógúrt (má sleppa)
 • 1 dl sykur
 • 1 tsk vanillusykur
 • 1 tsk sítrónubörkur (af lífrænni sítrónu)
 • Safi úr 1 sítrónu
 • Jarðarber – skorin í sneiðar (má sleppa)

Verklýsing

 1. Allt hráefni í fyllingunni hrært saman nema jarðarberjum (má sleppa).  Jarðarberjum blandað varlega saman við í lokin með sleikju
 2. Fylling sett í tortillu og hún rúlluð upp og lokuð á endunum – sjá myndband. Gott að pensla endana á tortillunni  með vatni – þá festist hún betur saman
 3. Kanil og sykri blandað saman í víðri skál
 4. Olía hituð á pönnu – alls ekki mikið magn
 5. Tortillurúllan sett á pönnuna og steikt þar til fallegur litur kemur á hana. Þá er henni snúið varlega við og steikt á hinni hliðinni
 6. Tortillan tekin upp úr og henni velt í kanilsykrinum og borið fram
 7. Gott með þeyttum rjóma eða ís

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*