Fallegur og ferskur eftirréttur… eða morgunmatur!

Ferskur og léttur eftirréttur eða morgunmatur

  • Servings: 3-4
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Hér kemur ein lauflétt uppskrift. Það sem gerir hana einmit svo skemmtilega er að einnig má útfæra þennan eftirrétt sem góðan morgunmat.  Myntusykurinn má búa til nokkrum dögum áður þannig að þá er lítið verk eftir. Afganginn af myntusykurinum má nota til að bragðbæta ýmsa rétti eða kaldar sósur.

Hráefni

Myntusykur

  • Rúmlega 1 dl af myntublöðum
  • 1 dl sykur

 

Eftirréttur

  • Ein askja jarðarber og/eða hindber
  • 2½ – 3 dl grísk jógúrt
  • 1 – 1½ tsk vanillusykur

Verklýsing

  1. Mynta og sykur sett í mortel og mulið saman. Gott að setja mulninginn á disk og láta hann þorna aðeins. Mylja hann síðan aðeins betur í mortelinu þannig að mulningurinn verði grænleitur
  2. Jarðarber hreinsuð
  3. Grískri jógúrt og vanillusykri blandað saman og skipt í 3 – 4 skálar
  4. Jarðarberjum raðað ofan á og myntusykri stráð yfir

 

Hugmynd að morgunmat

Grísk jógúrt eða ab-mjólk sett í skál.  Gott að setja aðeins af músli, jarðarberjum (eða öðrum berjum) út í og strá smá myntusykri yfir.

Mynta í morteli

Myntusykur mulinn aftur eftir að hann hefur verið látinn þorna

 

Myntusykur á diski

 

Líka er gott að strá pistasíuhnetum yfir

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*