Eplapæ í leirpotti – gerist bara ekki einfaldara

Einfalt eplapæ í leirpotti

 • Servings: 4 - 5
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Enn og aftur er ég að prófa mig áfram með leirpottana mína. Þessi uppskrift er sáraeinföld og þori ég að fullyrða að allir geti skellt í eitt svona. Ekki þarf að eiga hrærivél heldur er upplagt að nota guðsgafflana og setja svo bara í ofninn.

 

Hráefni

 • 2 – 3 græn epli
 • 1 msk kartöflumjöl
 • 1 stórt Mars-súkkulaði, 100 g marsipan eða 1½ dl hvítir súkkulaðidropar – þeir sem vilja sykurminna geta sleppt þessum lið

Ofan á

 • 1 dl hveiti
 • 2/3 dl púðursykur
 • 1 dl hafrar
 • ¼ tsk salt (½ tsk gróft salt)
 • 50 – 70 g smjör

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 175°C (blástursstilling)
 2. Eplin rifin gróft ofan í leirpottinn eða eldfast mót. Kartöflumjöli blandað saman við með fingrunum
 3. Niðurskornu Mars-súkkulaði, marsipani eða súkkulaðidropum dreift yfir (má sleppa)
 4. Ofan á: Allt sett í skál og blandað saman með fingrunum (sérstaklega ef smjörið er hart) – annars má nota sleikju. Blöndunni dreift yfir eplin
 5. Látið bakast í 35 – 45 mínútur. Ég læt eplapæið yfirleitt bakast með lokinu á í 30 mínútur en tek það síðan af.  Það er ekki nauðsynlegt að hafa lokið yfir allan tímann og gott að geta fylgst með að pæið verði ekki of dökkt þegar líður á bökunartímann – þá má hylja það með bökunarpappír eða álpappír
 6. Borið fram með þeyttum rjóma og/eða ís

 

Eplapæ með Mars-súkkulaði

 

 

Eplapæ með marsipani

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*