Grænt pestó með klettasalati

Frábært klettasalatspestó

 • Servings: 4-6 manns
 • Difficulty: mjög auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá Rögnu og er hún mjög vinsæl bæði hjá fullorðum og börnum. Pestóið passar vel sem sósa með grillkjötinu eða ofan á pizzur.

Forvinna

Sósuna er alveg hægt að gera nokkrum dögum áður en hún er notuð.

Hráefni

 • 1 poki klettasalat (klettakál)
 • 4-6 hvítlauksgeirar
 • 2 msk sólblómafræ
 • 2 msk parmesanostur
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1 msk hvítvínsedik
 • 1-2 msk sykur
 • 2 dl olía
 • Salt
 • Nýmalaður pipar

Verklýsing

Allt hráefnið sett í matvinnsluvél og maukað vel.

Geymsla

Pestóið geymist mjög vel í nokkra daga í kæli.

 

IMG_8174Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*