Heimaræktaður hvítlaukur…nokkrir punktar

  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Það er seint hægt að segja að ég sé mjög vel að mér í garðrækt en mér finnst mjög gaman að rækta eitthvað sem hægt er að borða án þess að hafa mikið fyrir því.  Hér kemur eitt sem uppfyllir báðar þessar kröfur.  Set þetta hérna inn… bara fyrir mig til að muna tímasetningar og hvernig hvítlauksrifið á að snúa þegar það er sett í moldina.  Þeir sem hafa aðgang að reit með mold ættu að prófa.  Ég set hvítlauksrifin hér og þar í garðinn þar sem sólin skín.  Þau hafa plummað sig vel með fjölæru jurtunum víðsvegar um garðinn.

Tímasetningar:  Set þau niður að hausti – september eða október.  Mér skilst að sumir setji líka niður að vori en ég hef ekki prófað það.  Uppskeran er svo ári síðar en stundum stelst ég og næ mér í einn og einn um sumarið og nota þá litla laukinn sem kominn er og stilkinn í matargerðina.  Stilkurinn gefur líka gott hvítlauksbragð.

 

Hráefni

  • Góður hvítlaukur sem gæti orðið gott útsæði.  Ég hef keypt franskan hvítlauk sem hefur verið til í Krónunni og Fjarðarkaupum (smá fjólublár). Best er að panta útsæði eins og t.d. hjá garðurinn.is á haustin (gott að panta tímanlega).  Þá er best tryggt að fá góða uppskeru

Verklýsing

  1. Sumar/haust. Ef ég rekst á góðan útsæðishvítlauk kaupi ég nokkra og set í bréfpoka. Geymi þá á köldum og dimmum stað þar til þeir fara ofan í moldina
  2. Hvítlaukurinn er tekinn í sundur og hvert hvítlauksrif sett á góðan stað í moldina.  Það skiptir máli að snúa þeim rétt – sjá mynd fyrir neðan.  Ágætt að merkja til að muna staðsetningarnar
  3. Yfir sumarið má sjá stilka koma upp.  Uppskeran er tilbúin þegar stilkarnir verða lúnir eða að hausti.  Ég hef verið að taka þá upp í byrjun október

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*