Gott með brauði
Uppruni
Þessa uppskrift fékk ég hjá Dagnýju, vinkonu minni, en ég breytti henni aðeins.
Hráefni
- 1 dl sólþurrkaðir tómatar – (ef þeir eru í olíu þá er hún sigtuð frá)
- U.þ.b. 5 dl fersk basillauf
- 4 hvítlauksrif
- 1 dl parmesanostur – rifinn
- 1 dl valhnetur
- 1 dl ólífuolía
- Tæplega ½ tsk salt
- 1½ dl döðlur
- 1½ dl svartar ólífur
- 1½ dl kasjúhnetur
- 1½ dl fetaostur – olían sigtuð frá
- Steinselja til skrauts
Verklýsing
- Sólþurrkaðir tómatar, hvítlaukur og valhnetur hakkað í matvinnsluvél
- Parmesanostur, basil og olía sett út í og blandað saman við
- Döðlum, ólífum, kasjúhnetum og fetaosti bætt í matvinnsluvélina og allt hakkað saman – smekksatriði hversu vel er maukað. Eins má saxa þetta gróft með hnífi og blanda því saman við það sem komið er
- Skreytt með steinselju
Meðlæti
Borið fram með nýju brauði.
Geymsla
Geymist vel í kæli.



