Gott með brauði

Gott með brauði

 • Servings: 4-6 manns
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fékk ég hjá Dagnýju, vinkonu minni, en ég breytti henni aðeins.

 

Hráefni

 • 1 dl sólþurrkaðir tómatar – (ef þeir eru í olíu þá er hún sigtuð frá)
 • U.þ.b. 5 dl fersk basillauf
 • 4 hvítlauksrif
 • 1 dl parmesanostur – rifinn
 • 1 dl valhnetur
 • 1 dl ólífuolía
 • Tæplega ½ tsk salt
 • 1½ dl döðlur
 • 1½ dl svartar ólífur
 • 1½ dl kasjúhnetur
 • 1½ dl fetaostur – olían sigtuð frá
 • Steinselja til skrauts

Verklýsing

 1. Sólþurrkaðir tómatar, hvítlaukur og valhnetur hakkað í matvinnsluvél
 2. Parmesanostur, basil og olía sett út í og blandað saman við
 3. Döðlum, ólífum, kasjúhnetum og fetaosti bætt í matvinnsluvélina og allt hakkað saman – smekksatriði hversu vel er maukað. Eins má saxa þetta gróft með hnífi og blanda því saman við það sem komið er
 4. Skreytt með steinselju

Meðlæti

Borið fram með nýju brauði.

Geymsla

Geymist vel í kæli.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*