Uppskrift að einföldu smjörkremi

Súpereinfalt smjörkrem

  • Servings: /Magn: Á 12-14 múffur
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Það er seint hægt að segja að smjörkrem sé mitt uppáhald.  Mér finnst það yfirleitt alltof sætt en hef samt skilning á að hægt sé að punta kökur með því.  Ég er ein um þessa skoðun á heimilinu – börnunum mínum þykir flott og gott að skreyta kökur með smörkremi. Þessi uppskrift kemur frá mömmu og er hún bæði einföld og góð.  Hún passar vel á einfalda uppskrift af muffins

Hráefni

  • 100 g smjör – mjúkt
  • 2 dl flórsykur
  • Vanilludropar/vanilluessen
  • 1 eggjarauða
  • Matarlitur – má sleppa

Verklýsing

  1. Smjör og flórsykur þeytt vel saman – ágætt að nota sleikju til að safna öllu saman 1 – 2 sinnum svo að blandan nái að þeytast vel saman og verði loftkennd
  2. Vanilludropum bætt við og þeytt.  Eggjarauðan sett út í og þeytt áfram
  3. Ef nota á matarlit er honum bætt við í lokin

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*