Hvernig viltu hafa þína samloku?
Forvinna
Prima pestó geymist vel í kæli og upplagt að eiga það til að grípa í.
Uppruni
Eftir að hafa prófað ýmsar tegundir af hádegisskyndibita er ein samloka sem stendur upp úr… hún heitir Dísa Skvísa (frá Hjá Höllu). Vandinn er bara sá að hún fæst ekki á mörgum stöðum og þá er bara eitt ráð í stöðunni og það er að búa til sínar eigin með áhrifum frá Dísu Skvísu. Þessa samloku hef ég búið til á morgnana og er hún alveg frábært hádegisnesti.
ATH. Til þess að fá ekki leið breyti ég stundum álegginu en það er minnsta málið að aðlaga samlokugerða því sem hverjum og einum finnst best. Mér finnst best að skera allt þunnt. Prima pestó gerir heilmikið fyrir samlokuna og færir hana á nýtt þrep – mæli klárlega með að taka eina svona með í nesti – hún fyllir magann vel og lengi.
Hráefni
- Heimilisbrauð eða annað sambærilegt
- Prima pestó
- Sneiðar af rauðri papriku – skornar þunnt
- Salatblöð eins og íssalat
- Pharmaskinka (eða annað kjötálegg)
- Sneiðar af tómat – skorið þunnt
- Hugmyndir: avókadó, gúrka, sneið af kjúklingi (upplagt að nota afganga) og sneiðar af soðnu eggi
Verklýsing
- Samlokur ristaðar – það má gera með því að setja þær í brauðristina eða hita þær einar og sér á pönnu eða í samlokugrillinu
- Pestóinu smurt á báðar hliðar
- Sneiðar af grænmeti og pharmaskinku sett ofan á og samloku lokað
- Samlokan skorin í tvennt og pökkuð inn í bökunarpappír
Hugmynd fyrir veisluna:
Hægt er að skera hringi (ca 4 stk) úr hverju brauði (sem búið er að rista) og útbúa litlar samlokur – sjá mynd fyrir neðan. Það er allt í góðu að búa litlu samlokurnar til einhvað áður – þær þola alveg að standa aðeins
Upplagt að búa til rasp úr afskurðinum.
Það er einnig hægt að útbúa litlar smálokur í veisluna