Heimsins bestu snúðar

Heimsins bestu snúðar

 • Servings: 48 snúðar
 • Difficulty: miðlungs
 • Print

Uppruni

Gömul sænsk uppskrift frá mömmu.

Hráefni

Deig

 • 50 g pressuger eða 1 bréf (12 g) þurrger
 • ½ l mjólk
 • 100-150 g smjör
 • ½ tsk salt
 • 1½ – 2½ dl sykur
 • 2 tsk kardemommur
 • 1 egg
 • 1½ l hveiti (u.þ.b. 12 – 13 dl)
 • Nokkrar heilar kardemommur (kjarninn) – muldar í morteli (má sleppa)
 • 1 egg – til penslunar
 • Skraut (má sleppa): Möndluflögur, hnetumulningur og/eða grófur sykur

Fylling – á hvorn helming

 • 50 g smjör (samtals 100 g)
 • 1 dl sykur (samtals 2 dl)
 • 1 msk kanill (samtals 2 msk)

Verklýsing

 1. Mjólk og smjör hitað í 37°C (best að bræða smjörið fyrst og hella mjólkinni út í)
 2. Ger, kardimommur, sykur og salt sett í skál og blandað saman
 3. 37°C (Gerbakstur – góð ráð) heitri mjólkurblöndunni er hellt í skálina
 4. Setjið nokkra dl af hveiti í skálina og hrærið með sleikju
 5. Bætið síðan egginu við (gott að hafa það við stofuhita) og hrærið
 6. Afgangi af hveiti bætt við og hnoðað þar til deigið verður þannig að hægt sé að koma við það án þess að það klístrist við mann – passa samt að hafa það ekki of þurrt
 7. Látið hefast í 1 klst. með rakan klút yfir skálinni – á stað sem ekki er trekkur
 8. Deiginu er skipt í tvennt – flatt út ca 25×50 cm
 9. Mjúku eða bræddu smjörinu er dreift yfir deigið
 10. Kanil og sykri blandað saman – stráð yfir
 11. Búin til rúlla úr deiginu og henni skipt í tvennt
 12. Skipta síðan hverjum helmingi í þrjá hluta og síðan hverjum þriðjungi í tvo.  Það eiga að koma 24 snúðar úr hverri rúllu.  Gott er að gera fyrst far með hnífnum, þegar verið er að skipta niður, og skera svo alveg niður þegar búið er að áætla stærð snúðanna – þá eru minni líkur á að fyllingin leki
 13. Gera það sama við hinn helminginn => samtals koma 48 snúðar úr uppskriftinni. Ath: það má hafa snúðana færri og stærri en þá þurfa þeir aðeins lengri bökunartíma
 14. Raðið snúðunum á smjörpappír+bakstursplötu og látið hefast aftur í 1 klst. með klút yfir
 15. Að lokum eru snúðarnir penslaðir með pískuðu eggi (má píska örlítilli mjólk með). Hægt að setja grófan sykur á snúðana, möndluflögur eða hnetur sem skraut og til bragðbætis
 16. Baka við 250°C (yfir- og undirhiti)  í u.þ.b. 5 – 7 mínútur

Góð ráð:

 • Gott er að finna rétt hitastig á mjólkurblöndunni með því að dýfa olnboganum aðeins ofan í – ef sami hiti er á blöndunni þá er hitinn nálægt 37°C
 • Gott er að setja rakan klút (viskustykki) ofan á skálina í hefingu
 • Gott er að hafa eggin við stofuhita
 • Látið hefast á stað það sem er ekki of svalt eða getur verið trekkur. Ef sólin skín þá er tilvalið að láta skína á klútinn

Geymsla

Þessir snúðar hverfa yfirleitt um leið en gott getur verið að eiga heimsins bestu snúða í frystinum.

IMG_7257

IMG_7255

IMG_7254 IMG_7253

160508 287

IMG_7436

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*