Ofnbakaðar kartöfluskífur með chili og parmesan

Ofnbakaðar kartöfluskífur með chili og parmesan

  • Servings: fyrir 6-7
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er heimatilbúin.

Forvinna

Hægt er að forsteikja skífurnar og eiga aðeins eftir að hita þær og setja blönduna yfir.

Hráefni

  • 1,5 kg kartöflur
  • Vel af olíu
  • U.þ.b. rúmlega 1 dl söxuð steinselja (persilja)
  • 1 stk Chili – saxað
  • U.þ.b. 1 – 1,5 dl Parmesanostur – rifinn
  • Saltflögur og grófmalaður pipar

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 200°C
  2. Kartöflurnar afhýddar ef með þarf – smekksatriði. Kartöflurnar skornar niður í sneiðar og þeim raðað í olíuborna ofnskúffu. Þunnar sneiðar eru fyrr tilbúnar en þær geta frekar brunnið. Gott að setja vel af olíu. Ég er yfirleitt með tvær ofnskúffur –  báðar í ofninum í einu
  3. Kartöflurnar látnar krauma í ofni í 10 mínútur – tekið út. Kartöflunum snúið við – gott að láta þær kólna aðeins áður
  4. Sett aftur í ofninn og látið krauma í u.þ.b. 10 mínútur
  5. Blanda útbúin. Saxa niður steinselju og chili (nota annaðhvort ferskt eða þurrkað chili – allt eftir því hvað er til). Ríf parmesanost og blanda þessu öllu saman
  6. Tek út kartöflurnar og sameina þær sneiðar, sem ég sé að eru tilbúnar, í aðra skúffuna og set karföflunar, sem þurfa að vera lengur í ofninum, í hina – læt þær stutta stund í ofninn aftur
  7. Set allt í eina ofnskúffu eða í eldfast mót og strái blöndunni yfir
  8. Læt aftur í ofninn í 5 -10 mínútur
  9. Tek úr ofninum og set í skál (eða hef í eldföstu móti) – strái saltflögum og muldum pipar yfir

Gott með

Passar vel með allskyns kjöti og grillmat.

kartoflur

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*