Kartöflusalatið góða

Kartöflusalatið góða

 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu og fylgdi hún henni frá Svíþjóð á sínum tíma. Kartöflusalatið á vel við ýmsa kjötrétti og er haft með roastbeefinu á jólaborðinu. Einnig hefur það verið með í för í fjallgöngum en kartöflusalatið geymist alveg einstaklega vel. Það er nokkuð frjálst hvaða laukur er notaður – bara eftir því hvað er til.

Forvinna

Hægt er að laga salatið töluvert áður og geyma í kæli. Það þarf þó að standa úti smástund áður en það fer á borðið þannig að olían verði fljótandi.

Hráefni

 • Kartöflur – soðnar og skornar í bita
 • Laukur/rauðlaukur/vorlaukur/graslaukur – saxað
 • Niðursoðin ferskja – skorin í bita (má sleppa)

Lögur

 • 1 hluti eplacider (vínedik) – t.d. 1 dl
 • 3 hlutar ólífuolía – t.d. 3 dl
 • Sykurögn
 • Salt og pipar

Verklýsing

 1. Karöflur soðnar (í u.þ.b. 20 mínútur), afhýddar og skornar í bita – sett í skál
 2. Laukar og ferskja (ef henni er ekki sleppt) – sett út í
 3. Olíu og ediki blandað saman og hellt yfir
 4. Kryddað með salti og pipar og ögn af sykri
 5. Skreytt með graslauk eða steinselju

Gott með

Passar vel með allskyns kjöti og grillmat.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*