Múslí með kakói

Múslí með kakói

 • Servings: /Magn: u.þ.b. 350 g
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Fékk þessa uppskrift hjá Gerðu vinkonu minni. Hún tók þetta múslí með sér í göngu eitt árið og nutum við hinar góðs af því.

Hráefni

 • 5 dl hafrar
 • 3 dl kókosmjöl
 • 1 dl hörfræ – mulin í kaffikvörn eða matvinnsluvél
 • 1 dl kakó
 • 1 dl hlynsíróp
 • ½ dl kókosflögur
 • ¼ tsk himalayasalt

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður – val eftir því hvort um er að ræða hæga eldun eða hraða
 2. Öllu blandað saman, sett í eldfast mót eða ofnskúffu og síðan í ofninn
 3. Hæg eldun – ofninn hitaður rétt undir 50°C (46°C). Látið vera í ofninum í 3-4 klukkutíma (hræra í öðru hvoru). Hröð eldun – ofninn hitaður í 150°C (yfir- og undirhiti). Látið vera í ofninum í 30 mínútur og passa að hræra í  3 – 4 sinnum

Meðlæti

Passar vel með Ab-mjólk eða súrmjólk og ávöxtum.  Einnig gott að blanda saman við fleiri tegundir af morgunkornum (sjá – Morgunmatur).

img_8001

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*