Súkkulaðikaka með hindberjamauki

Súkkulaðikaka með hindberjamauki

  • Servings: 12 sneiðar
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur úr sænsku blaði.

Hráefni

Botn

  • 5 egg
  • 4½ dl sykur
  • 200 g kúrbítur
  • 2 dl kakó
  • 3 dl hveiti
  • 1½ tsk matarsódi
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 tsk vanillusykur
  • 140 g suðusúkkulaði
  • 100 g ósaltað smjör

Fylling

  • 700 g afþýdd hindber

Krem

  • 75 g smjör
  • 150 g suðusúkkulaði
  • 300 g rjómaostur
  • 400 g flórsykur

Skreyting

  • Hindber
  • Myntublöð
  • Hvítt súkkulaði

Verklýsing

Botn

  1. Ofninn hitaður í 150°C
  2. Suðusúkkulaði og smjör brætt saman í vatnsbaði
  3. Þeyta egg og sykur saman þannig að hræran verði ljós og þykk
  4. Rífa niður kúrbítinn
  5. Blanda saman hveiti, kakó, matarsóda, lyftidufti og vanillusykri og því bætt við eggjahræruna
  6. Bæta bræddu suðusúkkulaðinu og smjörinu við ásamt rifnum kúrbítnum
  7. Smyrja u.þ.b. 24 cm kökuform og setja deigið þar í (gott að setja bökunarpappír í botninn)
  8. Baka kökuna í miðjum ofni í 60 mínútur
  9. Kakan látin kólna og skorin svo í tvo botna

 

Fylling

  1. Maukið hindberin og smyrjið á neðri botninn. Leggið hinn botninn ofan á

 

Krem

  1. Bræðið smjör, súkkulaði og ost
  2. Þeytið flórsykrinum saman við þar til blandan verður kremkennd
  3. Smyrjið kreminu varlega á kökuna
  4. Skreytið með hindberjum og myntulaufum.  Einnig má skreyta með rifnu, hvítu súkkulaði

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*