Heimagert múslí – frábær morgunmatur

Heimagert múslí

 • Servings: /Magn:u.þ.b. 650 g
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu og fylgdi hún henni frá Svíþjóð á sínum tíma. Fljótleg og auðveld leið til að fá sér hollan og góðan morgunmat auk þess er miklu skemmtilegra að búa sjálfur til sitt eigið múslí.

Hráefni

 • 10 dl haframjöl
 • 4 dl kókosmjöl
 • 2½ dl hveitiklíð
 • 1,3 dl hörfræ
 • 2½ dl hnetukjarnar (t.d. valhnetur, möndlur og/eða heslihnetur)
 • 1,3 dl matarolía
 • 1,3 dl hunang
 • 1 – 5 msk hnetusmjör
 • 1 – 2 tsk vanilludropar
 • Rúsínur, gráfíkjur, döðlur, graskersfræ – eftir smekk (má sleppa)

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 150°- 175°C (yfir- og undirhiti)
 2. Öllum þurrefnum blandað saman (ekki rúsínum, gráfíkjum og döðlum) í skál. Matarolíu, hunangi, hnetusmjöri og vanilludropum hrært saman í aðra skál – gott að allt blandist vel saman.
 3. Öllu blandað saman – sett í eldfast mót (ofnskúffu) og síðan í ofninn í 25 – 30 mínútur. Hrært í af og til – á ca. 5 mínútna fresti
 4. Rétt í lokin er rúsínum, gráfikjum og/eða döðlum bætt við – blandað saman

Meðlæti

Á vel við Ab-mjólkina á morgnana auk ávaxta. Mér finnst gott að blanda saman ólíkum múslítegundum saman við heimagert múslí eins og Hollustunasl-múslí, og Múslí með kakói

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*