Hollustunasl – múslí

Hollustunasl - múslí

  • Servings: /Magn:u.þ.b. 250 g
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er tilraun til að líkja eftir múslí sem fæst ekki hér á landi en er alveg sérstaklega gott. Herslumuninn vantar en ég er samt nokkuð sátt við útkomuna og bý það til reglulega. Þetta er gott út á Ab-mjólk og ekki síðra með salatinu. Ég nota yfirleitt bara lífrænt hráefni.

Hráefni

  • 1½ dl hampfræ
  • 1 tsk lucumaduft (má sleppa)
  • 1 tsk macaduft (má sleppa)
  • 2 msk bóghveiti
  • 4 msk gul hörfræ
  • Lófi af möndlum
  • 2 msk graskerafræ – mulin
  • ½ tsk salt
  • 4 msk vatn
  • 4 msk goijaber
  • 4 msk rúsínur

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 40°C
  2. Graskerafræin mulin í morteli
  3. Öllu hráefni nema rúsínum og goijaberjum blandað vel saman – látið standa svolitla stund
  4. Dreift úr blöndunni á bökunarpappír ofan í ofnskúffu – ágætt að nota til þess kökukefli, sleif eða hendurnar (gott að hafa bökunarpappír ofan á – klístrast minna)
  5. Bakað í 4 – 5 tíma. Hrært í og mulið öðru hvoru á meðan blandan þornar í ofninum
  6. Þegar klukkutími er eftir af þurrtíkanum er gott að bæta rúsínunum við.
  7. Tekið úr ofninum og goijaberjum dreift yfir – sett í skál

 

Geymsla

Þetta geymist vel og lengi.

Ágætt að nota gaffal til að dreifa úr og mylja í sundur

img_8014

IMG_8733

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*