Rjómarönd með karamellusósu

Rjómarönd með karamellusósu

 • Servings: 4-6 manns
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu og er hún í miklu uppáhaldi hjá mér.

Forvinna

Best er að gera rjómaröndina daginn áður. Sama með karamellusósuna nema bíða með að þeyta rjómann og blanda honum saman við.

Hráefni

Rjómarönd

 • 2 egg
 • 50 g sykur
 • ½ l rjómablanda (50% rjómi + 50% nýmjólk)
 • ½ vanillustöng
 • 4 blöð matarlím
 • 1 dl rjómi – þeyttur

 

Karamellusósa

 • 150 g sykur
 • 2 dl vatn
 • 1 dl rjómi – þeyttur

Verklýsing

Rjómarönd

 1. Hálf vanillustöng skorin í tvennt og sett í pott ásamt rjómablöndunni. Soðið við vægan hita í 10 mínútur
 2. Matarlímsblöð lögð í bleyti í 5 mínútur – sett í skál með köldu vatni
 3. Vanillustöngin tekin úr rjómablöndunni – skafa vel innan úr stönginni
 4. Matarlímsblöðin sett ofan í rjómablönduna og potturinn kældur í köldu vatnsbaði – gott að hræra í reglulega
 5. Rjóminn þeyttur og settur til hliðar
 6. Til að spara uppvaskið er hægt að hvítþeyta eggjarauður og sykur í sömu skál og rjóminn var þeyttur í
 7. Eggjarauðuhrærunni hellt ofan í rjómablönduna – hitað á vægum hita og hrært þar til blandan þykknar – má alls ekki sjóða (þá getur rjómaröndin orðið kornótt) – látið kólna og hrært í reglulega
 8. Eggjahvítur stífþeyttar
 9. Þeyttum rjóma bætt við vanillublönduna (gott að nota stóra skál) – blandað varlega saman með sleif
 10. Eggjahvítum einnig blandað varlega saman við með sleif
 11. Hellt í form og látið í kæli í nokkra klukkutíma
 12. Til að ná rjómaröndinni úr forminu er gott að láta heitt vatn renna (varlega) á það eða setja í heitt vatnsbað örlitla stund

 

Karamellusósa

 1. Sykur bræddur við vægan hita
 2. Vatni bætt í og látið malla í u.þ.b. 10 mínútur
 3. Látið kólna
 4. Þeyttum rjóma blandað saman við
 5. Sett í skál og borið fram með rjómaröndinni

 

Skeyting

Skreytt með þeyttum rjóma og ávöxtum eins og ananas, mangó og jarðarberjum. Granatepli punta líka mikið.

Geymsla

Geymt í kæli.

Rjómarönd í vinnslu


Rjómarönd látin í kæli í nokkra klukkutíma eða yfir nótt

Karamellusósa í vinnslu

Rjómarönd skreytt

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*