Góður plokkfiskur

Góður plokkfiskur

  • Servings: 6 manns
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er heimasmíði mömmu og er hún mjög vinsæl hjá börnunum.

Hráefni

  • 800 – 1000 g roðlaus fiskflök (ýsa eða þorskur)
  • 3 – 4 gulir laukar
  • 50 – 70 g smjör
  • 1 dl hveiti
  • U.þ.b. 2,5 dl mjólk (eða rjómi)
  • Salt
  • Svartur pipar
  • Nýrifið múskat
  • 800 – 1000 g kartöflur

Verklýsing

  1. Fiskurinn er soðinn í eins litlu vatni og hægt er
  2. Laukurinn hreinsaður og skorinn í bita – látinn malla við vægan hita á meðan fiskurinn og kartöflurnar eru soðnar
  3. Þegar laukurinn er orðinn glær, og hefur aðeins tekið lit, er hveitinu hrært saman við
  4. Þá er vatninu af fiskinum bætt út í og hrært
  5. Fiskurinn settur út í og hrært vel. Blandað með mjólkinni þar til kássan er orðin hæfilega þykk
  6. Kryddað að smekk – kartöflum er annaðhvort bætt við í lokin eða bornar fram sér

Meðlæti:

Gott með rúgbrauði og salati.

 

IMG_9060

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*