Einfalt ítalskt chili pasta

Einfalt ítalskt chili pasta

 • Servings: háð magni
 • Difficulty: mjög auðvelt
 • Print

Uppruni

Þennan rétt fékk ég á Ítalíu fyrir nokkrum árum og var hann borinn fram einn og sér. Hann er líka fínn sem meðlæti með öðru.

Hráefni

 • Ferskt chili – smátt saxað
 • Góð olía
 • Parmesanostur
 • Spagettí
 • Salt

Verklýsing

 1. Chili saxað smátt – smekksatriði hversu mikið er notað af fræjum. Því meira þeim mun sterkari er rétturinn. Mér finnst það betra.
 2. Spagettí soðið, sigtað og sett í skál
 3. Chili bætt saman við og olíu hellt út í
 4. Parmesanostur rifinn yfir
 5. Borið strax fram – gott að hafa parmesanost á borðinu ef einhver vill bæta við

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*