Engifersýróp

IMG_9346

Engifersýróp

 • Servings: /Magn: u.þ.b. 150 ml
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni og notagildi

Þessa uppskrift fann ég á netinu en breytti henni aðeins. Gott að eiga í ísskápnum til að nota í matargerð eða í drykki.

Hráefni

 • 1½ dl rifið lífrænt engifer
 • 1½ dl sykur
 • 4½ dl vatn

Verklýsing

 1. Engifer, sykur og vatn sett í pott – blandað saman
 2. Hitað á meðalhita í 45-60 mínútur án þess að hræra. Gott að hitinn sé þannig að blandan sjóði en ekki bullsjóði
 3. Engiferið sigtað frá og sett í brúsa eða glerflösku

engifersyn

Hugmyndir að notkun

 • Reyktur lax með myntusósu (sjá Forréttir/Smáréttir)
 • Gin með engifer og sítrónu (sjá Drykkir)
 • Heimalagað Ginger ale (sjá Drykkir)

Geymsla

Í ísskáp.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*