Ýsa og kartöflur – einfalt og barnvænt

Fiskur og kartöflur

 • Servings: fyrir 4
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi réttur kemur í staðinn fyrir venjulega soðna ýsu og kartöflur – þykir meira spennandi á heimilinu.

Hráefni

 • 600 g ýsu- eða þorskflök – roðlaus og beinhreinsuð
 • U.þ.b. 800 g kartöflur
 • Smjör
 • Pipar og salt

Verklýsing

 1. Kartöflur soðnar – nema þær séu til í ísskápnum
 2. Ofninn hitaður í 180°C
 3. Kartöflur flysjaðar, settar í eldfast mót og maukaðar gróflega með gaffli
 4. Fiskurinn skorinn í litla bita
 5. Smjörklípur settar hér og þar – magnið er smekksatriði
 6. Salti og pipar stráð yfir
 7. Sett inn í ofn í 15 – 20 mínútur. Ath. eldunartíminn ræðst svolítið af þykkt fiskbitana og stærð fatsins

Meðlæti

Borið fram með salati og nýbökuðu rúgbrauði.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*