Chicken a´la king

Chicken a´la king

  • Servings: 5 - 6
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi réttur kemur frá tengdó sem fékk uppskriftina hjá Elsu, vinkonu sinni, fyrir mörgum árum. Lengi vel var þetta eitt af sunnudagsmáltíðum fjölskyldunnar. Um daginn þurrkaði hún rykið af uppskriftinni og bauð í sunnudagsveislu. Það er skemmst frá því að segja að allt kláraðist upp til agna. Þetta er mjög auðveldur og góður réttur sem gott er að eiga afgang af þ.e.a.s. ef eitthvað verður eftir 🙂

Forvinna

Svona pottréttir eru oft enn þá betri sem upphitaðir afgangar þannig að upplagt er að búa þá til daginn áður.

Hráefni

  • 1200 g kjúklingafile
  • Kjúklingakrydd
  • Olía til steikingar
  • 2 laukar
  • 1 rauðlaukur
  • Rauð paprika
  • Græn paprika
  • 1 askja sveppir
  • 3 – 4 gulrætur
  • kjúklinga-/grænmetiskraftur + 1 l vatn
  • 1 dós tómatpúrra
  • 2 dl rjómi
  • 100 g rjómaostur
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • 4 – 5 dropar tabasco
  • 1 dl sérrí (má sleppa)

Verklýsing

  1. Kjúklingur kryddaður og steiktur í olíu á pönnu. Lagður til hliðar á disk
  2. Allt grænmeti steikt í olíu í potti og látið malla á vægum hita. Þá er bara eftir að láta það sem eftir er í uppskriftinni í pottinn: vatn, kraft, tómatpúrru, rjóma, rjómaost og sítrónusafa  – eitt í einu og blanda vel
  3. Kjúklingakjötið skorið niður í hæfilega bita og sett út í pottinn. Sósan þykkt með hveitiblöndu (vatn og hveiti hrist) eða maizenamjöli. Smakkað til með tabascodropunum og sérrí – ef vill

 

Meðlæti

Soðin hrísgrjón, salat og nýbakað brauð.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*