Súkkulaðimús – hin eina og sanna

Súkkulaðimús - hin eina og sanna

  • Servings: 8 manns
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur upprunarlega frá veitingastaðnum Arnarhóli. Hún varð síðan fastur eftirréttur á jólaborðinu hjá mömmu.

Forvinna

Best er að gera sjálfa súkkulaðimúsina daginn áður.

Hráefni

  • 5 dl rjómi – þeyttur
  • 5 eggjarauður – þeyttar
  • 400 g suðusúkkulaði – brætt í vatnsbaði
  • 1 dl rjómi – þeyttur

Verklýsing

  1. Súkkulaðið brætt í vatnsbaði – gæta þess vel að vatn komist ekki í súkkulaðið
  2. Rjómi þeyttur
  3. Athuga að eftirfarandi þarf að gera mjög hratt. Eggjarauður og brætt súkkulaði hrært saman við. Rjóma bætt í með sleikju
  4. Hellt í form og látið í kæli í nokkra klukkutíma eða yfir nótt
  5. Til að ná súkkulaðimúsinni úr forminu er ráð að setja formið örstutt í heitt vatnsbað

Meðlæti

Skreytt með ávöxtum og rjóma. Þeyttur rjómi er ómissandi.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*