Ofnsteiktar, sætar kartöflur

Ofnsteiktar, sætar kartöflur

 • Servings: fyrir 2 - 3
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Mamma gerir oft svona kartöflur með grilluðu læri. Þetta er sérstaklega einfalt og gott.

Forvinna

Þetta meðlæti er hægt að forvinna skv. 1.-9. í verklýsingu.

Hráefni

 • 1 stór sæt kartafla
 • Olía
 • Rosmarín – má sleppa
 • Salt og pipar

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 180°C
 2. Kartaflan afhýdd vel og skorin í litla bita
 3. Olía sett í plastpoka – bitarnir settir ofan í og pokinn hristur
 4. Þeim svo hellt í ofnskúffu eða eldfast mót
 5. Kryddað með rosmarín, salti og pipar
 6. Sett í ofn og stillt á 20 mínútur
 7. Tekið út og látið aðeins bíða – þá er auðveldara að hræra í – losað vel frá botninum
 8. Sett aftur inn og stillt á 15 mínútur. Tekið út og látið standa – hrært í. Gott að smakka til að sjá hvort kartöflurnar séu tilbúnar
 9. Sett inn í u.þ.b. 8 mínútur – fylgjast með að ekki brenni
 10. Beðið þar til 10 mínútur eru í matinn – sett þá aftur inn til að kartöflurnar hitni í gegn

Á vel við

Lambalæri, kjúkling og hvers kyns grillmat.

img_1205

img_1416

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*