Súkkulaðisnúðar

Súkkulaðisnúðar

 • Servings: /Magn: 24 snúðar
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessa ágætu uppskrift fann ég í sænsku blaði. Falleg áferð á snúðunum og skemmtileg tilbreyting frá Heimsins bestu snúðum (sjá – Bakstur) þó að fátt toppi þá.

Forvinna

Fínt að baka þá við tækifæri og stinga þeim í frystinn.

Hráefni

Hráefni

Deig

 • 11 g þurrger
 • 2½ dl mjólk
 • 2 egg (hef stundum bara notað eggjarauðurnar – hvíturnar fara í súkkulaðifyllinguna)
 • 1 dl sykur
 • 10 dl hveiti
 • ½ tsk salt
 • 100 g smjör

Súkkulaðifylling

 • 100 g súðusúkkulaði
 • Rúmlega 1 dl sykur
 • 1 dl hveiti
 • 1 dl kakó
 • 2 eggjahvítur
 • 1½ dl mjólk
 • Örlítið salt
 • 50 g smjör (hef stundum gleymt smjörinu og virðist það ekki skipta máli)

Verklýsing

Deig

 1. Smjör sett í pott og brætt – mjólk bætt við – hiti á að vera sem næst 37°C (Gerbakstur – góð ráð)
 2. Ger, salt og sykur sett í skál. Mjólkurblandan sett út í – blandað saman
 3. Hveiti bætt við – hnoðað
 4. Viskustykki sett yfir – látið hefast í u.þ.b. 2 klukkutíma eða þar til deigið hefur tvöfaldast

 

Súkkulaðifylling

 1. Súkkulaði saxað
 2. Hveiti, sykri, kakó og eggjahvítum blandað saman í skál
 3. Mjólk hituð að suðu og hellt yfir skálina – hrært saman þar til blandan er laus við kekki
 4. Blöndunni hellt í pott og hituð þar til hún er orðin þykk – mikilvægt að hræra vel í á meðan
 5. Salt, smjör og súkkulaði sett í pottinn – hrært saman þar til smjörið og súkkulaðið hefur bráðnað – sett í skál og látið kólna
 6. Súkkulaðiblandan smurð á tvær plastfilmur (20×15 cm) og sett í frysti þar til hún harðnar

 

Samsetning

 1. Deiginu er skipt í tvennt og annar hlutinn flattur út. Önnur súkkulaðiplatan pökkuð inn í deigið og flatt aftur út – sjá myndir fyrir neðan
 2. Deigið rúllað upp og hlutað í 12 jafna bita – til að bitarnir verða sem jafnastir er gott að skipta þeim fyrst í tvennt – hverjum helming er svo skipt í þrennt og svo aftur í tvennt. Sjá mynd. Sama gert við hinn helminginn af deiginu
 3. Snúðarnir lagðir í ofnskúffur með bökunarpappír og látnir hefast í ½ – 1 klukkustund með viskustykki ofan á
 4. Ofninn hitaður í 180°C
 5. Bakað í 15-20 mínútur og snúðarnir látnir kólna á grind

Geymsla

Geymist vel í frysti.

snudar2 snudar1

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*