Frönsk laxabaka
Uppruni
Þessi uppskrift kemur frá mömmu.
Forvinna
Gott að sjóða hrísgrjónin daginn áður og einnig er hægt að hafa botninn tilbúinn og geyma hann í kæli.
Hráefni
- 1 pakki (ca. 400 g) smjördeig – kaupa frosið smjördeig t.d. frá Findus
- 80 g risottó-grjón (arborio)
- 5 dl mjólk
- 450 – 500 g lax – beinhreinsaður og roðflettur – skorinn í ræmur (10-15 mm)
- 2 – 3 msk ferskt dill ( 2 – 3 tsk þurrkað ) – saxað
- 1 dl mjólk
- 3 dl rjómi (2 dl matreiðslurjómi + 1 dl rjómi)
- 1 egg
- Salt
- Pipar úr kvörn
Verklýsing
- Smjördeiginu raðað í stórt pæform (u.þ.b. 30 cm þvermál) – í botn og upp á kanta – þrýst vel á kantana
- Hrísgrjón og mjólk sett í pott (5 dl ) – suðan látin koma upp og látið malla í a.m.k. 30 mínútur án loks. Tekið af hitanum, lok sett á og látið standa og kólna í a.m.k. 30 mínútur
- Ofninn hitaður í 180°C – blástur með undirhita
- Soðnu hrísgrjónin sett í botn bökunnar og laxaræmum raðað ofan á
- Mjólk, rjómi, egg, dill, salt og pipar þeytt saman í skál og hellt í pæformið – yfir hrísgrjónin og laxinn
- Bakað í a.m.k. 45 mínútur – ofninn verður að hafa náð réttum hita
- Saltflögum stráð yfir áður en bakan er borin fram – gott að láta bökuna standa aðeins áður en hún er borin fram
Meðlæti
Ferskt salat.





