Kræsilegt kúmensúrdeigsbrauð… einfalt bakstursferli

Súrdeigsbrauð með kúmeni

  • Servings: Magn/: 1 brauð
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni
Hér kemur ný útgáfa af súrdeigsbrauði… og nú erum við að tala um ilmandi súrdeigsbrauð með kúmeni. Hugmyndin kemur frá Elínu sem bakar þessa útgáfu af súrdeigsbrauðinu með litlar kröfur.  Hér er um að ræða einfalt bakstursferli – engir snúningar – deigið þarf bara sinn tíma í hefingu.  Eins og svo oft áður er hægt að gera allt tilbúið … karfan með deiginu getur beðið þolinmóð í kælinum í nokkra daga  … eða þar til baka á brauðið.

 

Forvinna

Hérna er gott að byrja að morgni… láta deigið standa allan daginn… gera þrískiptinguna um kvöldið.  Karfan með deiginu er sett í kæli yfir nótt og brauðið bakað daginn eftir.  Þannig er auðveldlega hægt að hefja morgun með nýbökuðu brauði.

Ath. Best er að nota sérstakt brauðhveiti eins og Manitopa. Saltmagnið í manitopa hveiti er mismunandi eftir framleiðendum.  Hveitið frá Kornaxi er t.d. með mun meira salti en hveitið sem keypt er í Costco.  Í þessari uppskrift er gert ráð fyrir minna salti í hveitinu þannig að ef notað er manitopa frá Kornaxi má helminga saltmagnið

Hráefni

  • 310 – 330 g vatn
  • 120 g súrdeigsgrunnur
  • ½ dl hunang
  • 2 – 3 tsk kúmen
  • 8 dl hveiti
  • 20 g vatn
  • 2 tsk salt


Verklýsing

  1. Öllu blandað saman nema 20 g af vatni og salti.  Látið standa í 30 – 40 mínútur
  2. Salti og 20 g af vatninu bætt við –  hnoðað með annarri hendinni. Ath. það má alveg sleppa vatninu og bleyta höndina vel með vatni og hnoða svo vel saman – þá loðir minna af deiginu við höndina
  3. Sett í skál eða lokað ílát og látið hefast í 8 – 10 klukkustundir. Ílátinu snúið við og lagt á hveitistráð borð. Deigið látið falla á borðið.  Ef tími er til þá er gott að láta deigið jafna sig í 20 – 30 mínútur. Þrískiptingin gerð – sjá myndir.  Kúla mótuð og sett í  hveitistráða körfu og látið standa við stofuhita í 3 – 4 klukkustundir eða sett í kæli yfir nótt (eða lengur)
  4. Ofninn stilltur á 250°C (yfir- og undirhiti) – leirpottur eins og t.d. Hönnupottur látinn hitna með ofninum.  Karfan tekin úr kælinum – gott að gera það um leið og kveikt er á ofninum eða jafnvel aðeins fyrr
  5. Deigið sett í heitan pottinn… skorið mynstur í brauðið.  Bakað í 35 mínútur.  Þá er lokið tekið af – hitinn lækkaður í 225°C og bakað áfram í 5 – 10 mínútur


Hráefni

Fyrir og eftir fyrstu hefingu

Fyrri þrískipting

Seinni þrískipting

Kúla mótuð

 

Eftir seinni hefingu (í kæli yfir nótt)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*