Smáréttur verður varla einfaldari

Burrata í pottaling

 • Servings: 2 - 3
 • Difficulty: einfalt
 • Print

 

Uppruni

Áttu von á gestum… og þarft eitthvað dúndureinfalt og fljótlegt til að bjóða upp á?  Þá er hér einn smáréttur sem klikkar ekki.  Ég er komin með létt æði fyrir ítalska ostinum Burrata enda er hann bæði ferskur og góður. Það má bera hann fram á ýmsa vegu en ég hef m.a. sett hann á pizzu (eftir að hún kemur úr ofninum) og ofan á brauð. Ostinn er hægt að fá í flestum stórmörkuðum en ég hef yfirleitt gengið að honum vísum í Costco (3 saman í pakka).  Mér finnst gaman að bjóða upp á hann í litlum Hönnupotti og setja kexið í lokið en auðvitað má nota hvaða skál sem er.

Hráefni

 • 1 Burrata
 • 4 – 5 litlir tómatar – skornir smátt
 • Nokkrir bitar af mangói (ég nota yfirleitt frosið mangó og sker í litla bita á meðan frostið er í því)
 • Góð extra virgin olía
 • Nokkur lauf af basil – söxuð smátt
 • Saltflögur og nýmalaður pipar

Ath. Svo er um að gera að nota hráefna hugmyndaflugið.  Til dæmis er hægt bera ostinn fram með léttsteiktum hvítlauk, fíkjum eða grillaðri papriku.. bara það sem hverjum og einum þykir best.

Verklýsing

 1. Osturinn tekinn úr vökvanum og lagður í pottaling eða skál
 2. Tómat- og mangóbitum raðað í kringum ostinn ásamt basil
 3. Aðeins af góðri olíu hellt yfir ostinn
 4. Saltað og piprað

Meðlæti: Gott með brauði eða kexi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*