Kaka … þegar þú ert í nammibindindi

Einföld nammikaka

Uppruni

Jebbs … er í nammibindindi en má fá mér köku.  Þessi er sem sagt leiðin til þess að fá sér nammi í kökuformi. Góð og einföld til að hafa í eftirrétt á sparidögum.

Forvinna

Þessa má alveg baka daginn áður og geyma í kæli en setja svo ofan á samdægurs.

Hráefni

Botn

  • 115 g smjör
  • 130 g suðusúkkulaði
  • 3 egg
  • 2 dl sykur
  • 150 g þristar (skornir í bita – ekki of smátt)
  • 1½ dl hveiti
  • 1 tsk vanilludropar
  • 3 msk kakó

Ofan á

  • 6 – 8 kókosbollur
  • 3 dl rjómi
  • Skraut eins og t.d. kókosbollur eða fersk ber

Verklýsing

Botn

  1. Ofninn hitaður í 130°C – blástur
  2. Smjör og súkkulaði brætt saman yfir vatnsbaði á lágum hita
  3. Egg og sykur þeytt saman þar til hræran verður létt og ljós. Vanilludropar settir út í
  4. Sigta saman hveiti og kakó og blanda því út í eggjahræruna – hræra saman með sleikju
  5. Súkkulaði- og smjörblöndunni hellt saman við deigið ásamt þristabitunum – blanda varlega saman með sleikju
  6. Deigið sett í 20 cm smelluform með bökunarpappír í botninum  – (best að hafa formið rúmlega hálft) og bakað í 32 – 37 mínútur. Flestir á heimilinu eru sammála um að kakan sé best þegar hún er svolítið blaut þ.e. ekki of mikið bökuð – baka hana yfirleitt í 32 mínútur
  7. Kakan látin kólna og tekin úr smelluforminu

Ofan á

  1. Rjómi þeyttur og kókosbollum blandað saman við hann – skellt ofan á. Flott að skreyta með nokkrum kókosbollum eða ferskum ávöxtum

Hráefni Fyrir og eftir bakstur Ofan á

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2 Comments

  1. Myndi gjarnan vilja sjá köku sem ekkert hveiti er í. Get ekki melt hveitið.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*