Búdapestkaka – sérstaklega góð

Búdapestkaka - sérstaklega góð

  • Servings: u.þ.b. 10 sneiðar
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Búdapestkakan er algeng í Svíþjóð.  Til eru margar útfærslur en sú elsta og jafnframt sú algengasta er með mandarínum og heslihnetum.  Í þessari uppskrift er bæði hægt að nota heslihnetur eða möndlur.  Mér þykir báðar útgáfurnar góðar en held samt meira upp á þessa með möndlunum.

Forvinna

Mala möndlurnar eitthvað áður.

Hráefni

Botn

  • 1½ dl möndlur eða heslihnetur (með eða án hýðis) – malaðar í matvinnsluvél
  • 5 – 6 eggjahvítur
  • 3½ dl sykur
  • ½ tsk sítrónusafi
  • ½ dl maisenamjöl

 

Fylling

  • 3 dl rjómi
  • 1 dós niðursoðnar mandarínur (fann þær í Bónus)

 

Skraut – bara það sem hver og einn vill

  • Flórsykur
  • Skraut eins og t.d. 25 g brætt suðusúkkulaði og/eða jarðarber
  • 25 g hakkaður heslihnetur/möndlur (má sleppa)

Verklýsing

Botn

  1. Ofninn hitaður í 175°C (yfir- og undirhiti)
  2. Eggjahvítur settar í skál ásamt sítrónusafa – hálfstífþeytt. Sykrinum bætt við smátt og smátt þar til eggjahvítan er stífþeytt
  3. Möndlum (hnetum) og maisenamjöli blandað saman í skál og sett varlega saman við eggjahvítuhræruna með sleikju
  4. Dreift á bökunarpappír (ágætt að smyrja hann fyrst með köldu smjöri) – ca 30 x 35 (ofnskúffa)
  5. Bakað neðarlega í ofninum í 15 – 20 mínútur. Látið kólna og marengsinn lagður á annan bökunarpappír – hinn pappírinn tekinn varlega af
  6. Rjómi þeyttur
  7. Safinn látinn renna af mandarínunum og þær settar á eldhúspappír
  8. Rjóminn smurður yfir kökuna og mandarínurnar settar hér og þar. Gott að láta kökuna jafna sig í 5 mínútur áður en henni er rúllað upp
  9. Súkkulaði brætt.  Flórsykur sigtaður yfir kökuna og bræddu súkkulaði dreift yfir (gott að nota sleikju/gaffal til að láta súkkulaðitauma renna á kökuna), skreytt með jarðarberjum og hnetum/möndlum

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*