Marengsrúlluterta með heimagerðum ís
Uppruni
Þessi eftirréttur kemur úr smiðju Guðrúnar og Hildar … sem má segja að hafi verið hin fullkomna tvenna. Dýrindis rúllutertusneið með kúlu af heimagerðum ís. Þar sem þessi eftirréttur sló þvílíkt í gegn á vorhátíðinni um daginn er ekkert annað í stöðunni en að varðveita uppskriftina á góðum stað. Ísinn er búinn til í ísvél en ef hún er ekki til á heimilinu má alveg svindla og kaupa tilbúinn ís. Það má líka leika sér með útfærslur… bera kökuna fram sem heila rúllutertu, sleppa ísnum, setja rabarbarakrem í stað sítrónusmjörsins, möndlur í staðinn fyrir heslihnetur, nota aðra ávexti eða bara það sem hverjum og einum dettur í hug….. möguleikarnir eru endalausir.
Forvinnsla
Ef nota á heimagerðan ís er best að byrja að búa hann til 1 – 2 dögum áður. Lögurinn þarf að standa í kæli yfir nótt og svo er gott að eiga ísinn bara tilbúinn í frystinum. Þeir sem ætla að búa til sitt eigið sítrónusmjör geta gert það nokkrum dögum áður og geymt í kæli. Rúllutertan þolir alveg að vera tilbúin daginn áður eða fyrr um daginn ef hún er geymd í kæli.
Marengsrúlla Heimagerður ís SkreytingHráefni
Verklýsing
Marengs
- Ofninn hitaður í 160°C (yfir- og undirhiti)
- Eggjahvítur þeyttar hálfstífar
- Sykri bætt við smátt og smátt – hrært áfram í 3 – 5 mínútur
- Ediki, kartöflumjöli og vanilludropum bætt við og blandað varlega vel saman
- Smjörpappír lagður í ofnskúffu (gott að taka kalt smör og smyrja aðeins pappírinn). Hnetum stráð á botninn. Mér finnst gott að setja blönduna í rjómasprautu og sprauta henni ofan á hneturnar. Taka svo sleikju og jafna aðeins í lokin. Það er líka hægt að taka blönduna með sleikju og dreifa henni jafnt yfir
- Bakað í 20 mínútur í miðjum ofninum. Kakan látin jafna sig í 3 – 5 mínútur og henni hvolft svo á bökunarpappír. Fallegt að láta hnetuhliðina snúa upp – þá þarf að hvolfa botinum aftur á aðra örk. Ath. Ef botninn er látinn standa lengi harðnar hann – þess vegna þarf að rúlla honum upp rétt eftir bakstur. Betra að bíða aðeins áður en rjómanum er skellt á svo hann bráðni ekki
Ís
- Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman. Sett í skál og látið standa yfir nótt í kæli. Blandan sett í ísvél daginn eftir og svo ofan í box og í frystinn
Samsetning
- Rjóminn þeyttur. Sítrónusmjöri smurt á botninn og þar næst þeyttum rjóma. Að lokum er jarðarberjum stráð yfir og kakan rúlluð upp. Ef kakan er ekki borin fram strax er best að rúlla henni inn í smjörpappír og geyma í kæli
- Rúllutertuna má setja heila á ílangan tertudisk – skreyta hana með flórsykri, berjum súkkulaðispæni, sítrónusneiðum eða bara það sem hverjum og einum finnst fallegt. Einnig er hægt eða skera í sneiðar. Hver sneið er sett á disk… kúla af ís lögð ofan á og skreytt með flórsykri, súkkulaðispæni og einu beri
Ísínn í vinnslu
Hráefni í marengs
Ágætt að smyrja smjörpappírinn með köldu smjöri